Bluetooth Headset BH 904 - Símtöl

background image

Símtöl

Hringt er úr farsímanum á venjulegan
hátt þegar höfuðtólið er tengt
við hann.

Til að hringja aftur í númerið sem
síðast var hringt í (ef farsíminn styður
þennan möguleika með höfuðtóli) er
ýtt tvisvar á svartakkann þegar ekkert
símtal er í gangi.

Til að gera raddhringingu virka
(ef síminn styður þennan möguleika
með höfuðtólinu) er svartakkanum
haldið inni í u.þ.b. 2 sekúndur þegar
ekkert símtal er í gangi. Farðu eftir
leiðbeiningunum í notendahandbók
farsímans.

Til að svara símtali skaltu draga
hljóðnemann alveg niður að
munninum eða ýta á svartakkann.
(Til að suðhreinsun virki þarf að draga
hljóðnemann alveg niður.) Ýtt er
tvisvar á svartakkann til að hafna
símtali sem bíður.

Lagt er á með því að ýta
hljóðnemanum í upphafsstöðu sína
eða ýta á svartakkann.

Til að taka hljóð af hljóðnemanum
skaltu renna „hljóð af“-takkanum í átt
að munni þínum. Renndu takkanum
í hina áttina til að kveikja aftur
á hljóðnemanum. Höfuðtólið gefur

background image

ÍSLENSKA

frá sér tvö hljóðmerki þegar kveikt eða
slökkt er á hljóðnemanum.

Til að flytja símtal úr höfuðtólinu yfir
í samhæft tengt tæki er svartakkanum
haldið niðri í u.þ.b. 2 sekúndur.